Kjötbollurnar sem þykja framúrskarandi

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Þessi uppskrift fer strax listann yfir uppáhaldsuppskriftirnar þar sem hún er algjörlega frábær. Kjötbollur klikka auðvitað aldrei en hér eru notaðar nautabollur með basilspettum frá Norðlenska sem eru mögulega ein best heppnaða matarnýjung síðari ára.

Það er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem á heiðurinn af uppskriftinni sem ætti að vekja lukku hvar sem hún er borin fram.

Nautabollu-„lasagna“ með basilsprettum

Fyrir 4

  • 1 pakki nautabollur með basilsprettum frá Norðlenska
  • 800 g tómatpassata (maukaðir tómatar)
  • 1 lítil dós tómatpúrra
  • 1 hvítlauksrif
  • 1/2 laukur, smátt saxaður
  • 1 tsk. basil (jafnvel mun meira ef fersk)
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 1/4 tsk. pipar
  • 2 msk. sykur
  • 60 ml ólífuolía
  • 1/4 bolli parmesan
  • mozzarellaostur

Aðferð:

1. Sósan: Hitið olíuna í stórum potti. Steikið lauk og hvítlauk í 1-2 mínútur eða þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Hrærið reglulega í lauknum svo hann brenni ekki.

2. Bætið hinum hráefnunum, að kjötbollum og mozzarella undanskildum, í pottinn og látið malla við vægan hita í um 15 mínútur. Smakkið til og bætið ef til vill smá balsamediki saman við.

3. Hitið olíu á pönnu og brúnið kjötbollurnar lítillega.

4. Látið olíu í botninn á ofnföstu formi. Setjið kjötbollurnar í formið og hellið pastasósunni yfir þær.

5. Stráið mozzarellaosti yfir allt og látið í 180°C heitan ofn í 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og kjötbollurnar eldaðar í gegn.

6. Berið fram með parmesan og ef til vill chiliflögum

Nautabollurnar eru úr íslensku hágæðanautakjöti og ferskum sprettum. Hér er það miðjarðarhafskryddið basilika sem ræður för og eru þær því upplagðar í klassíska pastarétti og í tómatlagaðar sósur. Nautabollurnar eru líka bragðgóðar kaldar og má því auðveldlega lauma þeim í nestisboxið með smávegis af pasta og tómatsósu fyrir yngstu kynslóðina. Nautabollurnar eru brjálæðislega góðar í langlokur með grænmeti og osti og hitaðar á grilli eða í ofni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert