Jennifer Garner kveikti næstum í eldhúsinu

Stórleikonan Jennifer Garner er algjör snillingur í eldhúsinu.
Stórleikonan Jennifer Garner er algjör snillingur í eldhúsinu. Ljósmynd/Instagram_Jennifer Garner

Hollywoodleikkonan átti „gott atriði“ í eldhúsinu um jólin er hún var nærri búin að kveikja í við eldamennskuna.

Jennifer var að matreiða nautakjöt þegar allt fór bókstaflega í steik! Hún var að reyna að sjóða niður koníak sem átti að vera í uppskriftinni og það var þá sem eldurinn blossaði upp. Jennifer hafði tvöfaldað skammtinn af koníakinu, sem breyttist í eldkúlu með tilheyrandi afleiðingum og náðist á myndband. Hún baðst innilegrar afsökunar er hún horfði á eldana fjara út. En leikkonan góða tók þessu á léttu nótunum og segir þetta alls ekki eina atvikið sem hún hefur átt með bruna í eldhúsinu – það sé nánast daglegt brauð. Jennifer hóf þáttaröð sína „Pretend Cooking Show“ í desember árið 2017 á Instagram, þar sem hún sýnir frá störfum í eldhúsinu. Þess má geta að matarserían er ein sú vinsælasta á netinu í dag og við mælum með að fylgjast með leikkonunni mastera eldhússtörfin, því Jennifer er mjög skemmtilegur kokkur.

Ljósmynd/Instagram_Jennifer Garner
mbl.is