Heimagert hrökkbrauð sem bragð er af

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Matarbloggarinn Berglind Hreiðars á Gotteri.is fékk það skemmtilega verkefni að þróa nýja hrökkbrauðsblöndu í samstarfi við Til hamingju.

Berglind segir að hugsunin hafi verið að búa til blöndu sem allir gætu gert heima hjá sér en það eina sem þarf að gera er að bæta vatni og smá salti saman við bönduna og baka. Sniðugt er að bæta við kryddum eða öðru hráefni til að gera hrökkbrauðið enn betra og hvetur Berglind fólk til þess að prófa sig áfram.

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Heimagert hrökkbrauð

  1. Hitið ofninn í 160°C með blæstri.
  2. Setjið hrökkbrauðsblönduna í skál.
  3. Bætið saman við 1 tsk. af sjávarsalti.
  4. Hægt er að bæta við 1-2 tsk. af góðu kryddi, t.d. rósmarín, hvítlauksdufti eða oregano.
  5. Hellið 370 ml af köldu vatni saman við. Blandið vel saman með sleif eða skeið.
  6. Látið standa í 30 mínútur og hrærið nokkrum sinnum upp í blöndunni á meðan.
  7. Setjið bökunarpappír í tvær ofnskúffur, skiptið blöndunni til helminga og dreifið úr henni svo hún þeki ¾ af bökunarplötunum. Gott ráð er að setja annan bökunarpappír ofan á og þrýsta niður með höndunum svo úr verði þunn blanda.
  8. Gott er að strá smá sjávarsalti yfir blönduna áður en hún fer í ofninn og einnig skera línur í hrökkbrauðið svo auðveldara verði að brjóta það þegar hrökkbrauðið kemur úr ofninum.
  9. Bakið í 60 mínútur og leyfið að kólna í um 30 mínútur.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »