Baksturstrendið sem mun tröllríða árinu

Kökur í hlaupi verða vinsælar á árinu.
Kökur í hlaupi verða vinsælar á árinu. Mbl.is/Pinterest

Áhrifavaldar í kökubakstri hafa talað! Allra heitasta baksturstrendið á árinu verða kökur með hlauphjúpi.

Já gott fólk, við erum að detta aftur til sjöunda áratugarins þegar hlauphjúpur var hvað vinsælastur og því tilvalið að endurvekja þetta baksturstrend á árinu  en heimildir herma að þetta verði það heitasta á komandi misseri. Við munum sjá blóm og alls kyns fígúrur dvelja undir hlaupinu og setja sterkan svip á kökuna, en það má sækja sér innblástur í myndirnar hér fyrir neðan eða með því að slá inn leitarorðið „jelly art cake“ á veraldarvefnum.

Mbl.is/Pinterest
Mbl.is/Pinterest
Mbl.is/Pinterest
Mbl.is/Pinterest
Mbl.is/Pinterest
mbl.is