Sykurlaust Kombucha komið í verslanir

Kombucha aðdáendur hér á landi geta glaðst því nú er kominn í verslanir hér á landi Kombucha sem er fullkomlega sykurlaust.

„Captain Kombucha setti nýverið á markað fullkomlega sykurlausan og hitaeiningalausan kombucha eftir mikla þróunarvinnu. Kombucha er forn heilsudrykkur þar sem lífrænt grænt te sem hefur verið látið gerjast með hrásykri og svokallaðri Kombucha móður (SCOBY) sem er samlífi góðra baktería og gers. Úr verður freyðandi og svalandi heilsudrykkur, fullur af kombucha góðgerlum sem hafa góð áhrif á þarmaflóruna. Vinsældir Kombucha hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum, sérstaklega í Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu,“ segir meðal annars í fréttatilkynningu.

Captain Kombucha Zero hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna, t.d. gullverðlaun fyrir bragð á Aurora International Taste Challenge 2021, var valinn besti hagnýti drykkurinn á World Innovation Healthy Awards 2021 og var valinn besti drykkurinn fyrir þarmaflóruna á The healthy awards 2021.

Við gerð Captain Kombucha Zero er gerjunarferlið lengt þar til hrásykurinn, sem nærir góðgerlana, er uppurinn. Úr verður einstaklega hollur, lífrænn, vegan,hitaeiningalaus svaladrykkur, fullur af góðgerlum og andoxunarefnum. Captain Kombucha Zero er kominn í verslanir Nettó.

mbl.is