M&M breytist í takt við tíðarandann

M&M persónurnar hafa fengið yfirhalningu.
M&M persónurnar hafa fengið yfirhalningu. mbl.is/M&M

Fígúrur súkkulaðihnappa M&M hafa fengið yfirhalningu á útliti og persónuleika til að falla betur undir nútímasamfélag eins og við þekkjum það í dag. Fyrirtækið vill skapa „heim“ þar sem öllum finnst þeir velkomnir og ná að tengja sig við.

Athyglisverðustu breytingarnar eru á brúnu og grænu M&M-hnöppunum, sem eru kvenpersónur. Áður voru þær báðar í háum hælum en græna fígúran hefur fengið strigaskó, sem á að endurspegla áreynslulaust sjálfstraust hennar. Aðrar breytingar má sjá á húðlit á handleggjum og fótum og eins hafa gulur og rauður fengið reimar á skóna sína. Meiri áhersla hefur verið lögð á persónuleika litanna frekar en kyn. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir: „Við skoðuðum persónurnar okkar djúpt, að innan sem utan, og höfum þróað útlit þeirra, persónuleika og bakgrunn til að vera dæmigerðara fyrir samfélagið í dag. Eins og heimurinn breytist, þá breytumst við líka.“

mbl.is/M&M
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert