Besta samloka allra tíma nú fáanleg í ofurstærð

Fullkominn kúrupúði fyrir þá sem elska kjúkling.
Fullkominn kúrupúði fyrir þá sem elska kjúkling. Mbl.is/KFC

Hvort sem þú fagnar ástinni með maka eða með sjálfum þér upp í sófa – þá virðist sem skyndibitakeðjan KFC, vera með nýjan púða sem kjúklinga aðdáendur munu elska.

Extra stökk kjúklingabringa í brauði með súrum gúrkum og mæjónesi er nú fáanlegt sem púði. Og fær mann næstum til að halda að fingurnir munu verða fitugir og lykta eins og kjúklingur, eftir að hafa faðmað púðann að sér. Skyndibitarisinn setti umrædda kjúklingasamloku á markað í janúar á síðasta ári við miklar vinsældir og kalla hana „bestu samloku allra tíma“. En þessi nýji kúrupúði hefur vakið það mikla athygli að fólk sækist eftir að smakka umrædda samloku í eigin raun. Fyrir áhugasama má panta púðann HÉR, og kostar hann um 12 þúsund krónur.

Mbl.is/KFC
mbl.is