Eiriksson fagnar þriggja ára afmæli

Ljósmynd/Eriksson Brasserie

Veitingastaðurinn Eriksson, sem er hugarfóstur matreiðslumannsins Friðgeirs Inga Eiríkssonar og Söru Daggar Ólafsdóttur, fagnar um þessar mundir þriggja ára afmæli sínu.

Af því tilefni er boðið upp á sérstakan matseðil sem kallast Brot af því besta en á honum er að finna þá rétti sem hafa verið vinsælastir á staðnum.

Eiriksson hefur notið mikilla vinsælda frá opnun enda þykir hann í heimsklassa. Ekki vildi betur til en að heimsfaraldur skall á einungis níu mánuðum eftir opnun. Að sögn Söru Daggar varð það þeim til happs hvað viðskiptavinir voru duglegir að panta mat og taka með heim. Nú horfi hinsvegar til betri vegar og því hægt að fagna með pompi og prakt.

Ljósmynd/Eriksson Brasserie
mbl.is