Ofursnjöll (og einföld) leið til að þrífa klósettið

Margur hefði haldið að búið væri að finna upp allar mögulegar leiðir til að þrífa klósett en svo er nú alls ekki. Þess aðferð rákumst við á og urðum að deila því annað hvort er hún stórsnjöll eða argasta þvaður. Við erum bara ekki viss hvort.

Hér er notast edik til að þrífa skálina og eitt til tvö blöð af eldhúspappír. Væta á eldhúspappírinn upp úr edik og leggja síðan ofan í skálina þannig að pappírinn hylji sem mest postulín. Best er að láta þetta liggja yfir nótt og sturta svo niður morguninn eftir.

Við seljum þetta ekki dýrar en við keyptum en erlendir sérfræðingar sem láta nafn síns ekki getið sverja að þetta sé eitt snjallasta húsráð síðari ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert