Ný pylsa á markað frá SS

Það er fátt sem við elskum heitar en nýjungar á matvælamarkaði. Hér erum við ekki að kynna til leiks neina aukvisa því SS hefur sett á markað nýja pylsu.

Um er að ræða pylsu sem heyrir undir Nýjung meistarans vörulínuna sem er hrikalega skemmtilegt verkefni sem segja má að sé afrakstur stöðugrar vöruþróunar þar sem endalaust sé verið að þróa spennandi nýjungar fyrir neytendur.

Vörulínan virkar þannig að nýjar vörur eru eingöngu fáanlegar í ákveðinn tíma sem þýðir að auðvelt er að skipta um pylsu reglulega og leyfa fólki að prófa eitthvað nýtt.

Nýjasta pylsan er sögð kjötmikil og kröftug. Kjötmagnið í henni er 94% og kallast hún því skemmtilega nafni Mambó Ítalíanó. Pylsan er krydduð með cayenne-pipar, fennel og hvítlauk. Pylsan fæst meðal annars í Hagkaup, Krónunni, Nettó og víðar og ljóst er að grillarar landsins munu taka pylsunni fagnandi enda er fátt sem við elskum heitar en góða pylsu. 
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert