Kornhænuegg fáanleg í takmarkaðan tíma

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Danskir dagar standa sem hæst í verslunum Hagkaups. Eitt af því sem vakið hefur athygli eru kornhænuegg en þau þykja mikið fágæti og einstaklega fögur. Kornhænueggin eru minni en hefðbundin hænuegg og ákaflega falleg sem býður upp á skemmtilegar framsetningar á mat og því ætti enginn metnaðarfullur matarljósmyndari eða áhrifavaldur að láta eggin fram hjá sér fara.

Einnig eru í boði lífræn egg frá danska framleiðandanum DAVA en mikil áhersla er lögð á velferð dýranna og fær hver hæna aðgang að góðu úti- og inni svæði, náttúruleg lýsing er á innisvæði, lífrænt fóður, aðgang að hreiðrum, auk þess sem regluleg úttekt fer fram á starfseminni af hálfu yfirvalda.

mbl.is