TikTok leiðin til að hita pylsur

Það má grilla pulsur, setja í pott - en líka …
Það má grilla pulsur, setja í pott - en líka í örbylgjuofn ef því er að skipta. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Þegar við ætlum okkur að elda eina pulsu eða tvær, þá er óþarfi að draga fram heilan pott í verkið þegar við getum gert þetta hér.

Hér sjáum við afskaplega sniðuga leið til að elda eina pulsu í örbylgjuofni. Þú tekur pulsuna og rúllar henni upp í eldhúspappír – leggur hana síðan í bleyti þannig að pappírinn blotni allan hringinn. Setur pulsuna á disk og inn í örbylgjuofn í 30 sekúndur og pulsan verður fullkomlega elduð þegar þú hefur rúllaðu henni aftur úr pappírnum.

Við höfum áður séð sambærilegar aðferðir við eldun á hinum ýmsa mat í örbylgjuofninum. Eldhúspappirinn tryggir að hráefnið verður hálfpartinn gufusoðið sem er ögn betra en hefðbundin örbylgjuhitun.

mbl.is/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert