Svona heldur þú lífi í túlípönum

Blóm gleðja!
Blóm gleðja! mbl.is/Getty

Það er ekkert meira svekkjandi en að kaupa túlipana til að hafa heima, og þeir fara strax í það hlutverk að hanga haus. Hér eru bestu ráðin til að halda lífi í túlipönum.

  • Ef túlipanarnir eru ekki í vatni er þú kaupir þá, þá liggja þeir í „dvala“. Haltu þeim innpökkuðum og stingdu í kalt vatn í 6-12 tíma. Það vekur þá hægt og rólega og fyllir þá aftur að vatni, sem heldur þeim uppréttum lengur.
  • Þegar blómin eru tilbúin að vera tekin úr umbúðunum, skaltu setja þau í vasa með köldu vatni sem nær um 3-5 cm upp frá botni. Eins þykir gott að setja koparpening á botninn, sem og örlítið af lyftidufti sem á að lengja líftímann.
  • Settu ávallt nýtt kalt vatn í vasann á hverjum degi.
  • Túlipanar elska að vera í kulda – því er gott að stilla þeim á kaldan stað yfir nóttina eða yfir daginn á meðan þú ert ekki heima að njóta þeirra.
  • Ef að blómin byrja að hanga þrátt fyrir öll þau fínu ráð hér fyrir ofan, þá má skera lítinn skurð rétt undir sjálfum „hausnum“. Það ætti að bæta úr því að blómið geti dregið vatn upp vegna lofts í stilknum.
mbl.is