Áfastir tappar væntanlegir hjá Coca-Cola

Coca-Cola gerir breytingar á plastflöskunum sínum.
Coca-Cola gerir breytingar á plastflöskunum sínum. AFP

Drykkjarframleiðandinn Coca-Cola stefnir að því að setja á markað flöskur með áföstum töppum. Er markmiðið að efla enn frekar endurvinnslu á plastumbúðum en fyrstu flöskurnar eru væntanlegar á markað í Skotlandi. 

Nýju tapparnir verða á 1,5 lítra flöskum Fanta, Coca-Cola Zero Sugar og Diet Coke – og stefnt er að því að skipta um allar plastflöskur í byrjun árs 2024. Það er ávinningur að endurvinna flöskuna og tappann á sama tíma og það þýðir einnig að þú þarft aldrei að hafa áhyggjur af því að týna tappanum aftur. Framkvæmdastjóri Coca-Cola í Bretlandi, segir þetta vera litla breytingu fyrir neytendur sem muni samt sem áður hafa mikil áhrif og tryggja það að enginn tappi verði eftir í endurvinnslu.

En árið 2020 jókst magn plastumbúða í endurvinnslu úr 44% í 52% í Bretlandi og allar breytingar, sama hversu smávægilegar þær eru, skipta máli.

mbl.is/Sean Poulter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert