Gulrótakan sem þykir syndsamlega góð

Halla María Svansdóttir rekur veitingastaðinn Hjá Höllu í Grindavík.
Halla María Svansdóttir rekur veitingastaðinn Hjá Höllu í Grindavík. mbl.is/Mynd aðsend

Við rákumst á þessa girnilegu gulrótakökuuppskrift á Instagram síðu Hjá Höllu – en kakan er í boði á veitingastaðnum þeirra í Grindavík og þykir syndsamlega góð. Uppskriftin kemur upphaflega frá mömmu hennar Höllu, sem og svo margir aðrir grunnar á réttum þar á matseðli.

Gulrótaka Höllu sem þykir syndsamlega góð

 • 1 ½ bolli hveiti
 • 1 bolli sykur
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk kanill
 • ¾ bolli olía
 • 2 egg
 • ½ tsk salt
 • 1 bolli fínt saxaðar gulrætur
 • ½ bolli ananaskurl + safinn
 • 1 tsk vanilludropar

Krem

 • 200 g rjómaostur
 • 1 msk mjúkt smör
 • 1 tsk vanilludropar
 • 2 bollar flórsykur

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°.
 2. Blandið öllu saman og hrærið í 2-3 mínútur.
 3. Setjið bréf í botn á 25x25 cm formi og hellið deiginu í formið.
 4. Bakið í 25 mínútur.
 5. Krem: Þeytið allt vel saman þar til ljóst og létt og smyrjið á kökuna.
mbl.is