Fannst sex þúsund kílómetra að heiman

Froskurinn sem fór í langt ferðalag.
Froskurinn sem fór í langt ferðalag. mbl.is/RSPCA

Lítill krúttlegur froskur fannst í ávaxtapoka í suðurhluta London nú á dögunum en litla greyið hafði ferðast meira en sex þúsund kílómetra að heiman, eða frá dóminíska lýðveldinu.

Eftirlitsmaður frá matvælaeftirlitinu var kallaður til þegar kaupandi fann froskinn í ávaxtapoka með banönum. Sem betur fer var froskurinn enn á lífi, en virtist laskaður á fæti. Froskurinn var einungis 3 cm langur og talið er að hann hafi verið pakkaður inn í pokanum í langan tíma. Erfitt var að bera kennsl á tegundina en menn telja að hann sé annað hvort Hispaniolan trjáfroskur eða dóminískur trjáfroskur. Froskurinn var fluttur á dýramóttökumiðstöðina á Heathrow þar sem tekið var vel á móti honum til frekari aðhlynningar.

mbl.is