Byltingarkennd ný leið til að borða kjúkling

Snillingarnir á KFC þreytast seint á að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug en þetta hér toppar sjálfsagt flest.

Við erum að tala um puttagaffla - sem eru reyndar svokallaðir sporkar sem eru gaffall og skeið í einu orði (spoon + fork = spork).

Puttagafflarnir eru festir á fingurnar og ætlaðir sérstaklega til að borða meðlætið. Eru þetta óbein viðbrögð við slagorði fyrirtækisins sem er Finger Likin Good – sem á ekki beinlínis við á tímum heimsfaraldra.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem gert var og er eiginlega óborganlegt. Við vonumst svo að sjálfsögðu til þess að KFC hér á landi fari að bjóða upp á puttagaffla sem eru að okkar viti ein mesta snilld síðari ára.

mbl.is