Grænmetið sem er óþarfi að afhýða

Við megum vel borða hýðið af ákveðnu grænmeti.
Við megum vel borða hýðið af ákveðnu grænmeti. mbl.is/

Sumir vilja meina að það eigi að skræla allt grænmeti, en svo er ekki raunin – því þetta hér þarftu ekki að skræla. Hafa ber þó í huga að það er alltaf nauðsynlegt að skola allt grænmeti og ávexti undir köldu vatni áður en við leggjum okkur það til munns.

Epli: Ef þú notar epli í baksturinn þá er algjör óþarfi að skræla þau. Stökki ávöxturinn er fullur af C-vítamíni og það sérstaklega í hýðinu.

Gulrætur: Eru góðar í safaríkar kökur, bakaðar í ofni eða bara beint upp úr pokanum. Gulrætur innihalda efnið pólýasetýlen sem vitað er að hefur drepandi áhrif á sveppi, eins eru þær bakteríudrepandi og geta haft bólgueyðandi áhrif.

Kartöflur: Fólínsýra, trefjar og járn er á meðal þess sem finna má í kartöfluhýðinu og algjör óþarfi að sleppa.

Agúrka: Ekki skræla gúrkuna því í hýðinu færðu magnesíum, kalk, fosfór ásamt A- og K- vítamínum.

mbl.is