Lottómiðinn sem breytti lífinu

Bjarki Hilmarsson, yfirkokkur á Hótel Geysi - færir okkur uppskrift …
Bjarki Hilmarsson, yfirkokkur á Hótel Geysi - færir okkur uppskrift af einum vinsælasta rétti staðarins. mbl.is/Hótel Geysir

Það er réttur sem víkur ekki af matseðli veitingastaðarins á Hótel Geysi í Haukadal, og það er bleikjan. Vinsældir réttarins eru ómældar og ekki að ástæðulausu – því yfirkokkur staðarins, Bjarki Hilmarson, á heiðurinn að disknum sem einnig á sér skemmtilega sögu.

Þeir sem hafa bitið í matseld Bjarka vita að þar verður enginn svikinn – enda er Bjarki einn af okkar fremstu matreiðslumönnum. Við náðum tali af Bjarka sem sagði okkur söguna á bak við bleikjuna góðu. „Fyrir rúmum þrjátíu árum síðan var ég búsettur í Frakklandi, er samstarfsmaður minn var svo heppinn að vinna ferð til Tahítí í lottói. Þegar hann kom til baka sagði hann mér frá lausu starfi hjá matreiðslumanni þar á eyjunni og ég ákvað að færa mig yfir í nokkra mánuði. Þar lærði ég að matreiða þennan þjóðarrétt Tahítí búa, sem venjulega er matreiddur með túnfisk – en þar sem erfitt var að fá ferskan túnfisk hér heima á sínum tíma, þá útfærði ég réttinn með bleikju sem einnig er afbragðsgóð,“ segir Bjarki um réttinn.

Bleikjan hans Bjarka á Geysi

 • 400 g bleikja
 • 1 laukur
 • 1-2 tómatar
 • Hálf agúrka
 • 1 dl kókosmjólk
 • ½ msk. salt
 • 3 lime

Aðferð:

 1. Skerið bleikjuna í teninga.
 2. Saxið laukinn smátt og tómatana í bita.
 3. Skrælið agúrkuna og skerið langsum.
 4. Kreistið lime safann yfir og blandið öllu saman. Smakkið til með salti og lime.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert