Yfir 400 tegundir í boði á krana

Ljósmynd/Colourbox

Bjóráhugamenn mega alls ekki láta þennan bjórgarð framhjá sér fara – því Raleigh Beer Garden, býður upp á heimsins mesta úrval af bjór á krana.

Valkvíðinn gæti farið alveg með mann við að heimsækja þennan veitingastað sem einnig er bar með mesta úrval af bjór á krana sem þú finnur í öllum heiminum eða tæplega fjögurhundruð talsins. Og þar sem úrvalið er nánast ótæmandi, þá prenta þeir ekki út matseðla – heldur finnur þú allt úrvalið inn á heimasíðunni þeirra eða í gegnum appið Untappd. Á staðnum er einnig þakbar þar sem má njóta veiga utandyra í sólinni. Þess má geta að Íslendingar geta auðveldlega skotist á þennan merka stað, þar sem Icelandair flýgur beint til Norður Karólínu þessi dægrin.

Raleigh Beer Garden má finna á 614 Glenwood Ave, Raleigh, NC 27603.

Þú finnur heimsins mesta úrval af bjór á krana hér …
Þú finnur heimsins mesta úrval af bjór á krana hér á þessum bar. mbl.is/nctriangledining.com
mbl.is/FB_Raleigh Beer Garden
mbl.is