Eldhúsgræjan sem sögð er ómissandi

Ljósmynd/Amazon

Hér erum við með græju sem mikil læti eru útaf þessi dægrin því hún þykir svo fín. Margir halda því einnig fram að hún sé bráðnauðsynleg og eftir að hafa lesið dóma inn á Amazon um græjuna erum við eiginlega komin á það að panta slíkan grip.

Við erum að tala um fituskál sem er einskonar krukka eða skál sem maður hellir fitu í svo hún fari ekki til spillis eða stífli niðurfallið.

Persónulega finnst okkur að varðveita eigi alla fitu enda bragðbætir hún allan mat og nokkuð ljóst er að stór hluti Bandaríkjamanna er sammála okkur.

Græjan kostar um 3.000 krónur og hægt er að skoða hana nánar HÉR.

Ljósmynd/Amazon
Ljósmynd/Amazon
mbl.is