Flottustu flokkunartunnur sem sést hafa

Ljósmynd/ReCollector

Seint bjuggumst við við að skrifa frétt um fagurt útlit flokkunartunna en það er engu að síður staðreynd. Dönsku flokkunartunnurnar frá ReCollector eru gerðar úr endurunnu plasti og hægt er að raða mörgum saman. Þannig er hægt að útbúa snyrtilega flokkunarstöð á heimilinu sem lítur einnig vel út.

Auðvelt er að opna og loka boxunum, það eru handföng til staðar svo þú getur tekið boxið úr hirslunni og komið ruslapokum örugglega fyrir. Hægt er að þrífa veggboxið með rökum klúti eða svampi með mildri sápu og þurrka það að lokum.

ReCollector mæla með að hengja flokkunarboxin í eldhúsum eða nálægt þeim þar sem flestur úrgangur ratar í það rými. Það getur verið svolítið óyfirstíganlegt að koma á almennilegu flokkunarkerfi heima fyrir. Því er hægt að prófa sig áfram og byrja á því að flokka gler/málm og pappa/pappír. Þá geturðu aukið við þig með tímanum, en kosturinn við veggföturnar er að þær eru fjölhæfar.

Að staðaldri er mælt með að nota 4 eða 6 box í heimilisskipulaginu þar sem við eigum að vera sífellt meðvitaðri um heimilisúrgang og flokkun hans.

ReCollector leggja til að nota:

  • 1 fötu fyrir gler og málm
  • 1 fötu fyrir pappa og pappír
  • 1 fötu fyrir hart plast
  • 1 fötu fyrir mjúkt plast
  • 1 fötu fyrir matarleifar
  • 1 fötu fyrir skilagjaldsvörur

Flokkunarboxin koma í einni stærð og passa 20 lítra niðurbrjótanlegir ruslapokar fullkomlega í hólfið. Boxin fást í níu fallegum litum sem hægt er að blanda eða halda safninu einlitu. Auðvelt er að hengja boxin upp á vegg

Flokkunartunnurnar fást í versluninni Kokku

Ljósmynd/ReCollector
Ljósmynd/ReCollector
Ljósmynd/ReCollector
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert