Veitingastaðirnir á Hafnartorgi hitta í mark

Ljósmynd/Hafnartorg Gallerí

Það verður ekki tekið af hafnarsvæðinu að þar er að finna nokkra af mest spennandi veitingastöðum landsins og nú hefur heldur betur bæst í flóruna eftir að Hafnartorg Gallery opnaði á dögunum.

Alls eru 11 nýir veitingastaðir og verslanir í Hafnartorgi Gallery; nýjar verslanir Casa, 66°Norður og North Face ásamt veitingastöðunum Akur, Brand, La Trattoria, Neó, Fuego, Kualua, Black Dragon.

Ljóst er að hér er að úrval veitingastaða í miðborginni hefur aldrei verið meira en fljótlega opnar Pósthús Mathöll og þar verður fjöldi úrvals veitingastaða að finna.

mbl.is
Loka