Boðið upp á matarveislu í miðbænum á Menningarnótt

Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nú fer að bresta á með einni af okkar uppáhalds hátíðum ársins – Menningarnótt. Þá mætum við í betri fötunum og röltum á milli spennandi matarvagna sem bjóða upp á skemmtilegt úrval af allskonar dásemdum.

Götubitinn verður á sínum stað á Miðbakkanum í samstarfi við Reykjavíkurborg en þar verða yfir 20 söluaðilar, matarvagnar, sölugámar, bjórbíllinn og búbblubíllinn á sínu stað – og má búast við frábærri dagskrá yfir allan daginn, eða frá hádegi til ellefu um kvöldið.
Viðburðinn má sjá nánar HÉR.

Eins má finna Götubitann í Hljómskálagarðinum með Bylgjunni þar sem vagnar munu bjóða gestum upp á mat og drykk á meðan tónleikunum stendur frá kl. 17-22:30. Þeir sem koma fram á sviði eru Emmsjé Gauti, Systur, Jón Jónsson, Svala, Klara Elías, Stjórnin og Helgi Björns.

Við hvetjum við fólk eindregið til að mæta og metta magann á þessum skemmtilega degi.

Götubitinn verður á sínum stað á Menningarnótt.
Götubitinn verður á sínum stað á Menningarnótt. mbl.is/FB

Söluaðilar sem verða á Miðbakka:

 • Silli Kokkur
 • Gastro Truck
 • Flatbakan
 • Vöffluvagninn
 • Dons Donuts
 • Fish And Chips Wagon
 • Kebab Vaginn
 • Bitabíllinn
 • Just Wingin It
 • Tacoson
 • Fish And Chips Vagninn
 • Churros Vagninn
 • Kjötlandsliðið
 • Arctic Pies
 • Mabrúkka
 • Mijita
 • Bubblu vagninn
 • Bjór bílinn
 • Bjór kofinn
 • Coffee Bike
 • Partý Kerran

Söluaðilar sem verða í Hljómaskálagarðinum:

 • Silli Kokkur
 • Dons Donuts
 • Grill Of Thrones
 • BumbuBorgarar
 • Prik Bíllinn
 • Víking Bjór Kofinn
 • Party Kerran
mbl.is/FB
mbl.is