Fornar rústir skreyta veitingastaðinn

Veitingastaður undir grískum áhrifum.
Veitingastaður undir grískum áhrifum. Mbl.is/Sebastian Erras

Það er gaman að skyggnast inn á veitingastaði og kaffihús víðs vegar um heiminn og fá ómældan innblástur og löngun til að ferðast á framandi staði. Þessi veitingastaður er skreyttur fornum grískum rústum, rétt eins og við séum stödd í Aþenu.

Veitingastaðurinn Egeo í Valencia er hannaður undir áhrifum grísks arkitektúrs – þar sem sandlitaðir veggir og gólf eru áberandi ásamt dökkbláum útskornum súlum, sem er litapalletta sem einkennir mörg hús á Grikklandi. Veggir og bekkir eru skornir út í lögulegum línum og kollar við borðin eru í geomatrískum formum. Hér má einnig sjá viðardrumba sem sæti. Í reynd eru þeir málmstólpar klæddir ljósum við til að fá hlýjuna inn í rýmið. Það sem setur punktinn yfir i-ið eru þó grænu ólífutrén sem færa náttúruna inn í húsið.

Mbl.is/Sebastian Erras
Mbl.is/Sebastian Erras
Mbl.is/Sebastian Erras
Mbl.is/Sebastian Erras
Mbl.is/Sebastian Erras
Mbl.is/Sebastian Erras
mbl.is
Loka