Gratíneraður fiskur með rjómasósu, kartöflum og karamellíseruðum lauk

Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Það er fátt betra en góðir fiskréttir og þessi er með þeim allra bestu. Gefa þarf sér smá tíma til þess að karamellísera laukinn en þess utan er þetta einfaldur réttur sem hentar sérlega vel í miðri viku eða jafnvel í matarboð og þá má jafnvel bjóða upp á gott hvítvín með. Sósan er algert sælgæti og passar sérlega vel með flestum fiskréttum. Það er vel hægt að lauma öðru grænmeti með eða jafnvel bæta við öðru sjávarfangi líkt og rækjum eða humri svona spari.

Gratíneraður fiskur með rjómasósu, kartöflum og karamellíseruðum lauk

Fyrir fjóra

  • 600 g ýsa, roðflett og beinhreinsuð
  • 250 g soðnar kartöflur
  • 2 stk. laukar
  • 100 g sveppir í sneiðum
  • 3 msk. smjör
  • salt og pipar eftir smekk
  • 200 g rjómaostur með karamellíseruðum lauk frá MS
  • 400 ml matreiðslurjómi frá Gott í matinn
  • ferskur sítrónusafi úr hálfri sítrónu
  • 2 stk. fiskikraftsteningar
  • 1⁄2 tsk. laukduft
  • 1⁄2 tsk. hvítlauksduft
  • 2 tsk. þurrkuð steinselja
  • rifinn Pizzaostur frá Gott í matinn
  • fersk steinselja til skrauts (má sleppa)

Meðlæti

  • ferskt salat
  • hrísgrjón
  • snittubrauð

Aðferð:

  1. Byrjið á því að afhýða laukana, skerið þá í tvennt og svo í þunnar sneiðar.
  2. Setjið 1 msk. af smjöri á miðstærð af pönnu sem má fara í ofn og setjið laukinn út á pönnuna. Saltið örlítið.
  3. Steikið laukinn við miðlungs til vægan hita í 30 mínútur eða þar til hann hefur karmellíserast. Passið vel að brenna ekki laukinn, það þarf smá þolinmæði við þetta en það er alveg þess virði.
  4. Takið laukinn af pönnunni og setjið í skál.
  5. Setjið 1 msk. í viðbót af smjöri á pönnuna.
  6. Setjið sveppina út á pönnuna og brúnið vel, kryddið með salti og pipar.
  7. Takið sveppina af pönnunni og setjið ofan á laukinn.
  8. Setjið 1 msk. í viðbót af smjöri út á pönnuna og setjið kartöflurnar út á hana.
  9. Steikið þær þar til þær fara að gyllast, kryddið með salti, pipar og smávegis af þurrkaðri steinselju. Þegar þær hafa brúnast aðeins, takið þá pönnuna af hellunni og geymið aðeins.
  10. Setjið matreiðslurjómann ásamt rjómaostinum, sítrónusafa og kryddum í pott og bræðið saman, látið malla í 5 mín.
  11. Skerið fiskinn í bita, leggið ofan á kartöflurnar og kryddið með salti og pipar.
  12. Setijð sveppina fyrst ofan á fiskbitana og svo laukinn.
  13. Hellið sósunni yfir og toppið með rifnum osti.
  14. Hitið ofninn í 200°C.
  15. Setjið pönnuna í ofninn og bakið fiskréttinn í 25 mín.
  16. Berið fram með fersku salati, hrísgrjónum og snittubrauði.

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert