Mögnuð stemning á matarhátíð í Eyjum

Sjávarréttahátíðin MATEY hófst í Vestmannaeyjum í gær og var mikið um dýrðir eins og vænta mátti. Fjórir veitingastaðir voru með erlenda gestakokka sem ljáðu hráefnum heimamanna nýjan og spennandi blæ og kenndi ýmissa grasa á matseðlunum staðanna.

Mögnuð stemning ríkti í Eyjum í gærkvöldi en fullt var á flestum stöðum og gestakokkar sem og heimamenn fóru mikinn í að segja frá matnum og framreiða eftir kúnstarinnar reglum. Stemninging var mikil og var það mál manna að hátíðin væri eins vel heppnuð og hugsast gat.

Matarvefur mbl óskar Eyjamönnum til hamingju með spennandi hátíð sem vonandi er komin til að vera og hvetur matgæðinga til að gera sér ferð til að kynnast algjörlega nýjum brögðum og matseld.

Hér að neðan gefur að líta svipmyndir úr eldhúsum veitingastaðanna og af matnum sem boðið var upp á.

Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
Ljósmynd/ÞKS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert