Snjallasta leiðin til að loka snakkpokanum

Við elskum snakk!
Við elskum snakk! mbl.is/Just-eat

Hálfkláraður snakkpoki getur fljótt byrjað að missa sig, og þá eru góð ráð dýr – eða hvað? Það má með sniðugri aðferð loka snakkpokanum á einfaldan máta eins og TikTok hefur kennt okkur.

Ein af okkar uppáhalds samfélagsmiðlastjörnum á TikTok er hún @mama_mila_ – en hún er oftar en ekki með bestu ráðin í bókinni er kemur að þrifum og annarskonar sniðugri aðferðum. Hér sýnir hún okkur hvernig megi loka snakkpoka til að halda honum lengur ferskum með því að snúa upp á endana og bretta þá svo niður og yfir. Hljómar eflaust smá ruglingslega, og þess vegna leyfum við myndbandinu hér fyrir neðan að fylgja með.

mbl.is