Freyja setur loks á markað hreint mjólkursúkkulaði

„Eftir frábærar móttökur hafa fjölmargir sett sig í samband við okkur og spurt hvar sé hægt að kaupa hreint Freyju mjólkursúkkulaði,“ segir Pétur Thor, framkvæmdastjóri Freyju en þau tíðindi berast nú frá fyrirtækinu að loksins sé hægt að kaupa hreint Freyjusúkkulaði í plötum.

„Það hefur verið strembið að kaupa hreint mjólkursúkkulaði frá Freyju í verslunum hingað til en nú er loks fáanlegt hreint Freyju mjólkursúkkulaði í 100 gramma plötum. Freyja leggur gríðarmikinn metnað í súkkulaðigerð sína, fyrirtækið hefur frá stofnun árið 1918 framleitt súkkulaði og ávallt lagt áherslu á að súkkulaðið sé á heimsmælikvarða. Okkur er mikið í mun að halda í hefðirnir, viðhalda gæðum og framleiðsluaðferðum.
 
Hreina mjólkursúkkulaðið ekki eina nýja súkkulaðiplatan sem er að koma á markað frá Freyju þessa dagana heldur er Freyju súkkulaði með Lakkrís Bombum sett á markað samhliða. „Það var einfaldlega ekki annað hægt. Súkkulaðiplöturnar með Bombum og Banana Bomum hafa selst mjög vel en við greindum strax að töluvert mikil eftirvænting væri fyrir súkkulaðiplötu með Lakkrís Bombum. Framleiðsluferlið á litlu Lakkrís Bombunum sjálfum sem bætt er í súkkulaðið er flókið og tímafrekt en fullkomlega þess virði þegar við fengum loks að sjá og smakka lokaútfærsluna,“ segir Pétur Thor. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is