Svona verða handklæðin þín eins og ný

mbl.is/Colourbox

Flest elskum við góð handklæði en þau eiga það til að daprast með árunum og miklum þvotti. Hér er aðferð sem á að vera skotheld til að blása nýju lífi í handklæðin og fríska hressilega upp á þau:

Þvoðu handklæðin en slepptu þvottaefninu og mýkingarefni (ef þú notar slíkt). Þess í stað skaltu nota bolla af ediki.

Síðan skaltu þvo þau aftur og nota þá hálfan bolla af matarsóda. Slepptu þvottaefni og mýkingarefni (ef þú notar slíkt).

Húsráðasérfræðingar veraldarvefsins fullyrða að með þessum hætti verði handklæðin fersk og umtalsvert rakadrægari.

mbl.is