Pastarétturinn sem þú riggar upp á tíu mínútum

Pastaréttur sem tekur örstutta stund í framreiðslu.
Pastaréttur sem tekur örstutta stund í framreiðslu. mbl.is/Jamie Oliver

Hinn fullkomni hversdagsmatur er hér á borðum - þá er við höfum sáralítinn tíma og nennum hreinlega ekki að fara út í flókna eldamennsku. Pastaréttur sem þú riggar upp á tíu mínútum og inniheldur einungis fimm hráefni. 

Pastarétturinn sem þú riggar upp á tíu mínútum

  • 250 g pasta
  • 3 msk. ólífuolía
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 150 g krukka af grænum ólífum
  • 8 msk. passata

Aðferð:

  1. Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka. 
  2. Skerið hvítlaukinn smátt og steikið í nokkrar mínútur í olíunni þar til hann mýkist. 
  3. Saxið ólífurnar og geymið saltvatnið. Bætið ólífunum á pönnuna, kryddið og látið malla í 2 mínútur. 
  4. Hrærið passata og saltvatninu saman við og eldið áfram í 5 mínútur. Bætið því næst pastanu saman við sósuna og berið fram strax. 

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert