Heimsþekktur kokkur með pop-up á Sumac

Katz er vel þekktur fyrir veitingastaði sína Berber & Q House, Shawarma bar og Carmel í London sem hafa allir getið sér gott orð. Matargerð hans þykir spennandi en innblásturinn kemur frá matargerð í Marrakech, Istanbul, Tel aviv og New York.

Af þessu tilefni hefur Katz sett saman átta rétta smáréttaseðill sem verður eingöngu í boði þessa daga á Sumac.

„Við erum mjög spennt fyrir því að fá hann til okkar! Er ég búinn að vinna í því lengi að ná honum yfir til Íslands að elda með okkur.  [Hann er með m]jög svo skemmtileg brögð og stíll [hans] svipar til þess sem við erum að gera á Sumac,“ segir Þráinn Freyr eigandi og kokkur Sumac.

Matseðillinn hljómar afar vel en hann samanstendur, eins og fyrr segir, af átta smáréttum.

Grillað flatbrauð
Hummus + gerjaður eldpipar + stökkt lamb
Labneh + pistasíur + saltaðar sítrónur
Muhammara + valhnetur + granatepli

Confit túnfiskur „gilda“
Ólífur + þeyttur feta + rósir

Grillað blaðlauks spjót
Tahina + urfa

Grillaður karfi
Tómatur + sítónu salsa

Reykt marokkóskt gulrótarsalat
Freekeh + mizithra ostur

Brasseruð geit "mechoui"
Harissa + confit hvítlaukur labneh + næpa

Grillað kál
Ras el hanout + makademíu hnetu dukkha

Hrísgrjóna panna cotta
Grilluð vínber + kakó mahleb

Verðið er 9.900 krónur og eins gott að bóka borð sem fyrst því færri munu komast að en vilja ef að líkum lætur enda Sumac einn vinsælasti veitingastaður landsins og ljóst að matgæðingar og aðdáendur staðarins munu ekki láta þennan viðburð fram hjá sér fara.

Josh Katz verður með pop-up á Sumac um helgina.
Josh Katz verður með pop-up á Sumac um helgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert