Fann falin skilaboð í Toblerone súkkulaðinu

Hversu marga Toblerone bita höfum við gætt okkur á í gegnum tíðina en aldrei séð þetta hér.

Eitt vinsælasta súkkulaði heims sem nánast hvert einasta mannsbarn hefur smakkað á, er Toblerone. Það rennir nánast enginn við í fríhöfninni án þess að grípa þríhyrnda súkkulaðið með. En í ljós hefur komið að falið tákn er í sjálfu logoinu þeirra, sem fólk hreinlega vissi ekki af. Jafnvel hörðustu Toblerone aðdáendurnir eru svekktir eftir að 10 ára gamalt barn fann útlínur af birni í fjallsmyndinni og spurði móður sína út í björninn, sem kom alveg af fjöllum. Eftir að hafa séð björninn, eru útlínur þess mjög greinlegar og við horfum allt öðrum augum á umbúðirnar eftir þetta. 

mbl.is/Toblerone
mbl.is