Ali beikon komið í nýjan búning

Ljósmynd/Aðsend

Ali beikonið er landsmönnum vel kunnugt enda eitt þekktasta vörumerki landsins. Nú berast þau tíðindi að beikonið sé komið í nýjan búning – rétt eins og brauðskinkan á dögunum.

Helsta byltingin er fólgin í endurlokanlegum umbúðum sem lengja líftíma vörunnar eftir opnun og tryggja betri geymslu.

Að sögn Helenu Gunnars Marteinsdóttur, markaðsstjóra Ali, hafa breytingarnar mælst vel fyrir hjá neytendum.

Það sem einkenir nýju umbúðirnar er númtímaleg og stílhrein uppfærsla sem heldur tryggð við fyrri hönnun svo neytendur finni ennþá sitt uppáhalds beikon, hvort sem það er klassískt Ali beikon eða þykkari Ali beikon sneiðar.“

mbl.is