Flottasti staðurinn í Stokkhólmi

Einstaklega smart veitingastaður í Stokkhólmi.
Einstaklega smart veitingastaður í Stokkhólmi. mbl.is/Note Design Studio

Tysta Mari er einn af nokkrum veitingastöðum sem staðsettir eru í Östermalms Saluhall - nýuppgerðri mathöll í gamalli múrsteinsbyggingu frá árinu 1888. Staðurinn er hannaður af sænska Note Design Studio sem hefur komið víða við á ferli sínum. Og hér hafa þeir skapað notalegt umhverfi, afslappað andrúmsloft og fullt af sjarma. Gljáðar flísar með þykkri fúgu má sjá á veggjum - sem sannarlega er ný útfærsla á slíkum veggjum. 

Veitingastaðurinn býður aðallega upp á ferskt sjávarfang ásamt öðrum réttum, þar sem hráefnið er sótt beint frá býli. Á jarðhæð veitingastaðarins er áberandi bar sem er sýnilegur bæði frá götu og innan úr matsal. Sérstaklega hannaður til að draga viðskiptavinina inn á staðinn. 

mbl.is/Note Design Studio
mbl.is/Note Design Studio
mbl.is/Note Design Studio
mbl.is/Note Design Studio
mbl.is/Note Design Studio
mbl.is