Afsakið enn eina mathöllina!

Framkvæmdastjórinn Þórður Axel er afar ánægður með viðtökurnar á Pósthús …
Framkvæmdastjórinn Þórður Axel er afar ánægður með viðtökurnar á Pósthús Foodhall. mbl.is/Ásdís

Fallega rauða pósthúsið sem stendur á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis hefur afgreitt sinn síðasta pakka því nú iðar þar allt af lífi og ilmar vel af mat. Um síðustu helgi var þar opnuð mathöllin Pósthús Foodhall & bar og hafa gestir streymt þar inn alla vikuna, enda forvitnilegt að sjá og gaman að smakka eitthvað nýtt. Blaðamaður lagði leið sína í miðbæinn og hitt fyrir káta veitingamenn sem voru sammála um að fyrstu dagarnir lofi góðu. Ljóst er að vel hefur lukkast að breyta húsinu því innréttingar eru bæði smart og notalegar í senn og ekki skemmir fyrir fallegu bogadregnu gluggarnir sem setja svip sinn á staðinn.

Pósthúsið gamla hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar er nú …
Pósthúsið gamla hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar er nú Pósthús Foodhall & Bar.

Fullt hús frá opnun

Þórður Axel Þórisson, framkvæmdastjóri mathallarinnar, segir að fimm ár séu síðan byrjað var að huga að Pósthúsi Foodhall.

„Framkvæmdir hafa nú staðið yfir í tvö ár, alveg á fullu. Við duttum auðvitað inn í Covid-tímabilið og því seinkaði aðeins að opna. Þetta hefur heppnast alveg rosalega vel. Hér eru flottir rekstraraðilar og flest allt nýir staðir hér. Það er æðisleg tilfinning að sjá höllina opna og viðtökurnar hafa verið frábærar. Það hefur verið fullt hús,“ segir Þórður og segist afar bjartsýnn á framhaldið.

Í stærsta salnum má sjá innrammaðan texta þar sem stendur: Afsakið enn eina mathöllina, en myndin er verk eftir listakonuna Sísí Ingólfsdóttur.

Á veggnum má sjá verk Sísíar Ingólfsdóttur.
Á veggnum má sjá verk Sísíar Ingólfsdóttur.

„Við erum að gera grín að okkur sjálfum með þessu verki en ég óttast ekki samkeppni. Við erum á frábærum stað í miðbænum og það vilja allir borða án þess endilega að þurfa að setjast inn á veitingastað í marga klukkutíma. Hér geta allir komið, fjölskyldur og vinahópar og allir fengið mat og drykk við hæfi.“

Fallegt er um að litast inni í nýju mathöllinni.
Fallegt er um að litast inni í nýju mathöllinni.

Ítarleg umfjöllun er um nýju mathöllina í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »