700% söluaukning vegna TikTok

Undirrituð var stödd í verslun á höfuðborgarsvæðinu fyrir skemmstu ásamt 12 ára dóttur sinni þegar allt varð skyndilega vitlaust.

Ástæðan reyndist ískælir sem innihélt ís sem heiti Mochi og er - ef marka má ofsafengin viðbrögð dótturinnar - það allra vinsælasta um þessar mundir.

Mochi ísinn er samblanda af vestrænum og austurlenskum matarhefðum þar sem mjúkt hrísgrjónadeig er vafið utan um ískúlu.

Little Moons var stofnað árið 2010 af systkynunum Vivien og Howard Wong. Varan var upphaflega hönnuð fyrir betri veitingastaði en á undanförnum tíu árum hefur hún slegið í gegn í matvöruverlunum í Evrópu og sér ekki fyrir endan á vexti hennar.

700% söluaukning vegna TikTok

Óhætt er að segja að TikTok hafi verið stór áhrifavaldur í velgengni Mochi íssins og í Bretlandi er talað um að Mochi-æði hafi gripið um sig. Selst ísinn undantekningalítið upp og keppast áhrifavaldar við að mæra ísinn sem er reyndar alveg geggjaður. Svo mikla athygli hefur ísinn vakið á TikTok að unglingsstúlkur reka upp óp í verslunum og hafa viðbrögðin hér á landi verið í fullu samræmi við það sem er að gerast erlendis.

Ísinn er óvenjulegur en virkilega góður (við erum búin að smakka allar tegundir) og kemur skemmtilega á óvart. Þetta er því alls ekki galnasta TikTok æðið sem á fjörur vorar hefur rekið og við erum alveg til í meira svona.

mbl.is