Nýtt súkkulaði morgunkorn á markað

Ást þjóðarinnar á morgunkorni með súkkulaðibragði á sér nánast engin takmörk og við erum sífellt að leita að besta bragðinu. Nú er komið nýtt amerískt morgunkorn í verslanir sem kallast Zimmys, og ef marka má niðurstöður smakknefndar þá eigum við von á góðu. 

Að sögn Hinriks Hinrikssonar, marðasstjóra innfluttra vörumerkja hjá Nóa Síríus sem flytur vöruna inn, þá kom ekkert annað til greina en að kynna vöruna fyrir íslenskum neytendum. „Við fengum sýnishorn í hendurnar nú snemma á árinu, sem fengu svo þessa glimrandi dóma hjá smakknefndinni okkar hér hjá Nóa Síríus. Smakknefndin hleypir ekki hverju sem er í gegn og því kom ekkert annað til greina en að koma þessu til landsins og tilfinningin er frábær að sjá þetta í hillum verslana nú um jólin.“

Zimmys inniheldur engin litarefni eða gervi bragðefni. Heldur blöndu af hveiti, sykri, kakódufti og kanil. „Þetta er gott á bragðið og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Hinrik og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökur Zimmys fær hjá íslenskum neytendum.

Zimmy‘s morgunkorn fæst meðal annars í verslunum Krónunnar og Extra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert