Slegist um Evu Laufeyju í verslunum

Ljósmynd/Íris Dögg Sigurðardóttir

Ljóst er að þjóðin er iðin við að baka smákökur á aðventunni því þær fregnir berast úr herbúðum Kötlu að smákökudeig Evu Laufeyjar - sem Katla framleiðir - sé nú uppselt hjá framleiðanda.

Að sögn Evu Laufeyjar hafa viðtökurnar komið skemmtilega á óvart en yfir 25 þúsund pakkar hafa selst. „Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum og gaman að sjá hversu vinsælar kökurnar voru. Þetta er fyrsta varan sem ég fer með á markað en svo sannarlega ekki sú síðasta. Ég er með alls konar hugmyndir sem mig langar til að fara lengra með og hver veit hvað nýja árið ber í skauti sér,” segir Eva en tvær gerðir af kökudeigi voru framleiddar fyrir þessi jól.

Samkvæmt heimildum matarvefsins verður ekki framleitt meira af deiginu fyrir þessi jól og því fer hver að verða síðastur til að næla sér í smákökur Evu Laufeyjar úti í næstu verslun.

Eva Laufey Kjaran er flinkari en flestir í eldhúsinu og …
Eva Laufey Kjaran er flinkari en flestir í eldhúsinu og því sjálfgefið að smákökur með hennar nafni séu einstaklega ljúffengar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert