Áramótapartý Lindu Ben verður ekkert slor

Það eru fáir jafn flinkir í veisluhöldum og Linda Ben og hér gefur að líta áramótapartýréttinn sem á eftir að sprengja alla skala. Við erum að tala um tvennt af því sem þjóðin elskar hvað mest í góðu partýi: Pringles og brædda lúxusosta. Flóknara þarf það ekki að vera en lítur óheyrilega vel út.

Áramótasnakksprengja með bræddum osti

  • 2 stk. gull eða camembert ostar (veldu það sem þér þykir betra)
  • 1-2 msk. hunang
  • 1 staukur papriku Pringles snakk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir hita.
  2. Setjið ostana í eldfastmót og bakið þá í u.þ.b. 15-20 mín.
  3. Skerið ostana niður svo þeir flæði um eldfastamótið, setjið hunang yfir.
  4. Raðið Pringles snakkinu ofan í ostinn og berið strax fram á meðan osturinn er ennþá mjög heitur og fljótandi. Hægt er að setja stjörnuljós ofan í snakkið en það þarf þá að tryggja það vel að þau standi alveg stöðug og farið mjög varlega (ég mæli t.d. ekki með að labba um með eldfastamótið og kveikt á stjörnuljósunum)
View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert