Auðveldasta leiðin til að brúna kartöflur!

Brúnaðar kartöflur í eldföstu móti er öðruvísi aðferð sem við …
Brúnaðar kartöflur í eldföstu móti er öðruvísi aðferð sem við getum vel vanist. mbl.is/

Að brúna kartöflur getur verið kvíðavaldandi fyrir suma - þá hvort karamellan klúðrist eða verði vellukkað listaverk. En með þessari aðferð hafa leikar snúist, og þú munt ekki vilja útfæra kartöflurnar á neinn annan máta eftir þetta.

Brúnaðar kartöflur

  • 900 g kartöflur
  • 150 g púðursykur
  • 25 g smjör

Aðferð: 

  1. Setjið kartöflurnar í eldfast mót. Gott er að setja bökunarpappír í mótið ef þú vilt auðvelda þrifin. Dreyfið sykri og smjörbitum yfir kartöflurnar og setjið inn í ofn. 
  2. Veltið kartöflunum upp úr blöndunni á 15 mínútna fresti. Þær eru tilbúnar þegar þær eru ljúffengar og karamellan orðin þykk og loðir vel við kartöflurnar. Hér þarf að hafa þolinmæði, því það tekur um 45-60 mínútur að baka kartöflurnar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert