Mæla með því að borða jólatréð

Það er hægt að borða nánast alla hluta jólatrésins.
Það er hægt að borða nánast alla hluta jólatrésins. Ljósmynd/Colourbox

Þúsundir heimila losa sig nú við jólatrén af heimilinu enda jólin formlega liðin í dag, á þrettándanum. Það þurfa þó ekki allir hlutar jólatrésins að fara til spillis því matarsérfræðingar mæla nú með því að nýta trén eftir hátíðarnar með því að leggja sér þau til munns. Aðeins er þó um að ræða lifandi jólatré en af augljósum ástæðum er ekki er mælt með því að nota gervijólatré, úr plasti, í matargerð. 

Ríkt af C-vítamíni

Breski fréttamiðillinn The Guardian vakti athygli á því hvernig hægt er að nýta jólatrén með umhverfisvænum hætti í matargerð en úr trjánum má meðal annars gera jurtate, kokteila, og krydd en töluvert magn af C-vítamíni má finna í jólatrjám. 

Michelin-kokkurinn John Williams mælir með því að nota nálarnar til að krydda ákveðna rétti og René Redzepi af Michelin-staðnum Noma í Kaupmannahöfn, segist hafa notað furu reglulega í matargerð síðastliðin 20 ár. 

Nú er tíminn sem flestir losa sig við jólatréð. Það …
Nú er tíminn sem flestir losa sig við jólatréð. Það er þó hægt að nota það í ýmislegt. Ljósmynd/Colourbox

„Þú getur í rauninni borðað allt heila klabbið,“ segir Julia Georgallis, höfundur bókarinnar How to Eat Your Christmas Tree í samtali við The Guardian. Hún mælir þó með að vera í hönskum þegar tréð er matreitt til að koma í veg fyrir sár. 

Hún heldur sérstakan matarhitting, þar sem boðið er upp á fjölbreyttan mat úr jólatrjám, eftir hver jól, en vinsældir þessara hittinga og áhugi á því hvernig borða megi jólatré, hafa aukist mjög á síðastliðnum árum.

Georgallis varar þó við meindýraeitri sem oft er notað á tré í ræktun og mælir með lífrænum trjám til matreiðslu.

Einnig er hægt að nýta jólatréð með öðrum hætti eins og fjallað var um á Matarvefnum á dögunum. 

Kristín Sif og Þór Bæring ræddu um þessar áhugaverðu fréttir í Ísland vaknar í vikunni en hægt er að hlusta á umræðurnar hér. 

 The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert