Fengið umfjöllun í virtum hönnunartímaritum

Það er varla hægt að lýsa þessum veitingastað með orðum, nema þá að segja staðinn vera fönkí og flottan. 

Það var inverska arkitekta- og hönnunarstúdíóið Renesa sem sá um að skapa þennan skemmtilega stað - með sveigðum veggjum, loftum og borðplötum sem þakin eru mósaíkflísum, rétt eins og allt hafi verið teppalagt með slíku. Flísarnar voru steyptar á staðnum og tók það vinnumennina um sex mánuði að steypa þær allar á stinn stað.

Staðurinn kallast Tin Tin og er á Indlandi. Staðurinn skilgreinist sem pan-asískur matsölustaður með tilraunamatseðli, sem Renesa var beðið um að endurspegla í hönnun sinni á innréttingum staðarins. Hér er allt gefið í til að upplifun gesta verði með besta móti sem hefur svo sannarlega tekist. 

Fjallað hefur verið um hönnunina í mörgum af virtustu hönnunartímaritum heims svo að eitthað virðast þeir vera að gera rétt.

Umfjöllun ArchDaily.

mbl.is/Niveditaa Gupta
mbl.is/Niveditaa Gupta
mbl.is/Niveditaa Gupta
mbl.is/Niveditaa Gupta
mbl.is/Niveditaa Gupta
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert