Sláandi staðreyndir um vínber

Þessi hefur vonandi fengið sér vínberjaklasa áður en hún hélt …
Þessi hefur vonandi fengið sér vínberjaklasa áður en hún hélt út á strönd.

Þegar okkur þyrstir í D-vítamín og við verðum of áköf í að þamba sólina af stút - þá eigum við það til að brenna ef við pössum okkur ekki. Það er ekki bara sársaukafullt að brenna sig á heitum geislunum, því það er líka skaðlegt fyrir húðina.

Ný rannsókn sem birt var í MDPI, hefur leitt í ljós að ólíklegur ávöxtur geti dregið úr líkum á sólbruna hjá sumum einstaklingum. Um þriðjungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru minna viðkvæmir fyrir skaðlegum áhrifum útfjólubláu geisla sólarinnar eftir að hafa neytt vínberja - en fólkið borðaði þrjá skammta af vínberjum daglega í duftformi.

Þegar farið var nánar ofan í saumana, þá virtist munurinn á þeim sem voru ólíklegri til að brenna í sólinni og aðrir - vera vegna örvera og efnaskipta í líkamanum. Sem rekur upp frekari forvitnisspurningar vísindamanna á milli þarma og UV-viðnáms. Eins var fólk með ljósari húðlit með meiri vörn en aðrir sem voru dökkir á hörund.

Niðurstöðurnar tengjast einnig fyrri rannsóknum sem gerðar hafa verið og leiddu í ljós að matvæli sem innihalda karóenóið (t.d. tómatar, gulrætur og paprika), geta tafið sólbrunaferlið og því boðið upp á náttúrulega sólarvörn. Það verður þó að ítreka að þú getur ekki stólað á það eina að borða bara grænmeti, því ekkert kemur í staðinn fyrir venjulega sólarvörn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert