Eldhústrixið sem þú þarft að kunna!

Þessi kona elskar ískalt mjólkurglas.
Þessi kona elskar ískalt mjólkurglas. mbl.is/Getty images

Það þarf ekki mikið til að rjóminn hlaupi í kekki þegar við þeytum hann of mikið – en þá er þetta hér til ráða.

Það kemur fyrir besta fólk að píska rjómann meira en við ætluðum okkur, en þá er óþarfi að ofanda og byrja upp á nýtt – því við getum auðveldlega reddað málunum á skotstundu. Þú einfaldlega hellir smávegis af mjólk í skálina og veltir henni varlega upp úr rjómanum með sleif. Bættu við mjólk ef þér finnst rjóminn ekki verða eins loftkenndur eins og þú leitast eftir.

mbl.is