Þið trúið aldrei hvaða drykk hann valdi sér

Offset og Cardi B.
Offset og Cardi B. Ljósmynd/McDonald’s

Nýjasti matseðill McDonalds er samansettur af engum öðrum en Cardi B og Offet. Bæði eru þau miklir McDonalds aðdáendur og borða reglulega þar. Máltíðin er ekki flókin. Cardi fær sér klassískan ostborgara með BBQ sósu og stóra kók á meðan Offset fær sér kvartpundara með osti og stóran Hi-C drykk. Saman fá þau sér svo stóran skammt af frönskum og eplaböku.

Það sem vekur mesta athygli er án efa drykkjarval Offset því sumir standa í þeirri meiningu að Hi-C drykkurinn hafi verið íslensk uppfinning enda var hann gríðarlega vinsæll hér á landi á áttunda og níunda áratugnum. Það eru greinilega mikil mistök og um al-ameríska uppfinningu að ræða.

Þá vitum við alltavega hvert við eigum að fara til að fá okkur drykkinn góða. 

Svona lítur Cardi B/Offset máltíðin út.
Svona lítur Cardi B/Offset máltíðin út. Ljósmynd/McDonald’s
mbl.is