Dýrðlegt mexíkóskt kjúklingalasagna

Ljósmynd/Gunnar Sverrisson

Hér erum við með dýrðlegt mexíkóskt lasagna úr smiðju Höllu Báru Gestsdóttur sem verður seint toppað. Við elskum lasagna en þegar búið er að bæta við kjúkling og smá Mexíkó verður ekki aftur snúið.

Mexíkóskt kjúklingalasanja með ostasósu

Fyrir fjóra

 • 1 stk. grillaður kjúklingur
 • 2 tsk. mexíkóskt krydd, kryddblanda í poka t.d. fajita seasoning mix
 • 1 dós refried beans, maukaðar baunir
 • 1 dl vatn
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. cúmín
 • 2 msk. jalapeno, smátt saxaður (2-3 msk., má sleppa)
 • 1 krukka mild salsa sósa
 • 1 krukka ostasósa
 • 1 poki rifinn ostur
 • 6 stk. tortilla kökur (6-8)
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 100 g rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
 • 1⁄2 poki rifinn ostur, sem fer yfir að lokum
 • spínat, má sleppa

Aðferð

 1. Hitið ofn í 180 gráður.
 2. Skerið kjötið niður af grillaða kjúklingnum í frekar smáa bita.
 3. Hrærið saman baunamauk, cúmín og vatn. Smakkið til með salti. Setjið jalapeno út í.
 4. Raðið tortillakökum í botninn á eldföstu móti þannig að þær þeki botninn.
 5. Smyrjið baunamauki yfir kökurnar, stráið kjúklingakjöti yfir, þá kryddblöndu, salsasósu og dreifið osti yfir.
 6. Endurtakið nema í stað salsasósu fer ostasósa yfir.
 7. Ljúkið ferlinu með því að hafa tortillakökur efst.
 8. Hrærið saman sýrðan rjóma og rjómaost í potti á lágum hita.
 9. Hellið yfir efstu tortillakökuna. Stráið osti og smá spínati yfir að lokum.
 10. Bakið í ofni í 30 mínútur.
 11. Berið fram heitt.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir

mbl.is