Fyrsti duftbjórinn kominn á markað

Ljósmynd/Colourbox

Skyndikynni, skyndikaffi og nú skyndibjór - alltaf erum við að sjá eitthvað nýtt! Brugghús í Austur-þýskalandi, Klosterbrauerei Neuzelle, hefur fundið upp leið að breyta venjulegu vatnsglasi í bjór á nokkrum sekúndum. Og vonar að með þessari nýju uppfinningu, muni bjórduftið draga úr kolefnissporum við bjórútflutning.

Allt sem þú þarft að gera, er að setja nokkrar skeiðar af dufti í vatnsglas og hræra. Bjórinn er svo til fullmótaður eftir tveggja ára rannsóknir, er áfengislaus enn sem komið er, og vonast er til að hann fari á markað undir lok ársins. Fyrirtækið sækist eftir að ná öllum þeim eiginleikum með duftinu sem venjulegur bjór inniheldur, þá bæði froðunni og prósentunum - og eru þeir langt komnir með að útfæra hugmyndina til enda. Miðað við þessar fréttir, þá verður hægt að kaupa áfengan bjór í duftformi áður en við vitum af.

Duftbjór er væntanlegur á markað.
Duftbjór er væntanlegur á markað. mbl.is/Tagesspiegel
mbl.is