Heinz og Absolut Vodka með nýja vöru á markað

mbl.is/Heinz_Absolut Vodka

Sumir vilja meina að það sé sóun að hella áfengi út á pönnuna við matargerð - en þar er tómatsósuframleiðandinn Heinz ekki á sama máli.

Heinz hefur tekið höndum saman við Absolut Vodka og kemur með fullkomna sósu sem aðdáendur uppskriftarinnar ‘Penne alla Vodka’ ættu að gleðjast yfir - en rétturinn fór eins og stormsveipur á TikTok fyrir ekki alls löngu. Forstöðumaður Heinz, Caio Fontenele, hefur sagt í samtali að fyrirtækið ætli sér að fara fulla ferð áfram í þróa nýjar vörur sem gleðja neytendur - eða á sama hraða og trendin á samfélagsmiðlunum.

Það er að sjálfsögðu enginn að fara finna á sér við að smakka á sósunni, þar sem áfengið gufar upp er sósan er hituð, en skapar enga síður ríka áferð í bragðinu. Eina sem þú þarft að gera er að hita upp sósuna með soðnu pasta og maturinn er tilbúinn.

mbl.is/Heinz_Absolut Vodka
mbl.is/Heinz_Absolut Vodka
mbl.is