Frumlegur bröns í Búdapest

Cookie Beacon er gríðarlega vinsæll bröns veitingastaður og kræsingarnar ómótstæðilega …
Cookie Beacon er gríðarlega vinsæll bröns veitingastaður og kræsingarnar ómótstæðilega girnilegar. Samsett mynd

Búdapest er stórbrotin í alla staði og er höfuðborg Ungverjalands. Borgin er bæði tignarleg og á sér langa og glæsileg sögu. Þeir sem vilja sjá hina fornu Evrópu sem mótuð er af menningarstraumum liðinna alda, magnaðri sögu, heillandi arkitektúr og vilja njóta í mat og drykk, þá er Búdapest er hin raunverulega perla Evrópu.

Bröns staður með nýstárlegu ívafi og risa smákökum

Cookie Beacon er gríðarlega vinsæll bröns veitingastaður á meðal ferðalanga og innfæddra. Veitingastaðurinn er staðsettur á milli ungverska þinghússins og St. Stephen's basilíkunnar í Búdapest. Staðurinn er rómaður fyrir bröns matseðilinn sinn ásamt nýbökuðum smákökum og er staðurinn mjög eftirsóttur. Það er ekki óalgengt að það séu langar raðir fyrir utan og innan, svo vinsæll er staðurinn. Áherslur veitingastaðarins er sá að gestir geti notið þess að fá sér kaffi, smákökur og bröns.

Réttirnir eru hver öðrum girnilegri og fjölbreytni ríkuleg. Egg Benedikt …
Réttirnir eru hver öðrum girnilegri og fjölbreytni ríkuleg. Egg Benedikt rétturinn nýtur til að mynda mikilla vinsælda. Skjáskot/Instagram

Þó svo að matseðillinn sé ekki risa stór á Cookie Beacon þá er engu að síður fjölbreytt úrval af brönsréttum. Má þar nefna Egg Benedict,  vöfflu með kjúkling, pönnukökur og krabba Pretzelbun hamborgara. Eins og nafnið gefur til kynna þá er Cookie Beacon einnig þekktur fyrir sínar girnilegu smákökur. Valkostirnir eru margir, ketó, próteinríkar smákökur, hafrakökur og vegan smákökur, eitthvað fyrir alla.

Cookie Beacon einnig þekktur fyrir sínar girnilegu smákökur.
Cookie Beacon einnig þekktur fyrir sínar girnilegu smákökur. Skjáskot/Instagram

Hvað varðar drykki þá er gott úrval af þeim og notalegt andrúmsloft er á staðnum til að njóta og slaka á yfir kaffibolla. Fyrir utan kaffi er boðið upp á þeyting, heitt súkkulaði, latte, te, gosdrykkir ásamt léttvíni.

Kökur og munúð greinilega þarna á ferð.
Kökur og munúð greinilega þarna á ferð. Skjáskot/Instagram
Staðurinn er stílhreinn og yfirbragðið létt.
Staðurinn er stílhreinn og yfirbragðið létt. Skjáskot/Instagrammbl.is